Við spilaborðið Fantoni og Nunes, liðsmenn Mónakó, eru til skoðunar.
Við spilaborðið Fantoni og Nunes, liðsmenn Mónakó, eru til skoðunar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jón Baldursson bridsspilari er í 11 manna hópi sem Bridssamband Evrópu hefur skipað til þess að fara yfir meint, kerfisbundið svindl sigursælla bridspara á alþjóðlegum bridsmótum.
Jón Baldursson bridsspilari er í 11 manna hópi sem Bridssamband Evrópu hefur skipað til þess að fara yfir meint, kerfisbundið svindl sigursælla bridspara á alþjóðlegum bridsmótum.

Vegna ásakana um svindl drógu bridssambönd Ísraels, Mónakó og Þýskalands landslið sín úr heimsmeistaramótinu, sem haldið var á Indlandi í haust. Þá var pólsku bridspari, sem komið var á keppnisstað, meinað að spila í mótinu þar sem grunur lék á að spilararnir hefðu rangt við.

Þekktir sérfræðingar

Öll þessi mál eru til meðferðar hjá sérstakri þriggja manna eftirlitsnefnd Bridssambands Evrópu og hafa viðkomandi pör frest fram í miðjan nóvember til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þá verður málunum vísað til sérstakra sérfræðinga, sem eftirlitsnefndin fékk til liðs við sig, en í hópnum eru auk Jóns Baldurssonar Bretinn David Bakhshi, Svíinn Per-Ola Cullin, Hollendingarnir Bas Drijver og Marion Michielsen, Rússinn Andrey Gromov, Frakkinn Alain Levy, Bandaríkjamennirnir Zia Mahmood og Jacek Pszczola, Svisslendingurinn Fernando Piedra og Daninn Peter Schaltz.

Eftirlitsnefndin óskar eftir því að að minnsta kosti þrír menn skili umsögn um hvert mál. „Ég reikna með að koma að einu máli,“ segir Jón og bíður rólegur eftir kalli.

steinthor@mbl.is