Stórhættulegur Ólafur Darri berst við Diesel í The Last Witch Hunter.
Stórhættulegur Ólafur Darri berst við Diesel í The Last Witch Hunter. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hasar- og ævintýramyndin The Last Witch Hunter skilaði hæstum miðasölutekjum af þeim kvikmyndum sem sýndar eru í bíóhúsum landsins yfir helgina. Alls sáu um 2.
Hasar- og ævintýramyndin The Last Witch Hunter skilaði hæstum miðasölutekjum af þeim kvikmyndum sem sýndar eru í bíóhúsum landsins yfir helgina. Alls sáu um 2.300 manns myndina sem er með harðhausnum Vin Diesel í aðalhlutverki, hlutverki nornaveiðara og Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk eins skæðasta andstæðings hans. Fjölskyldumyndin Pan er í öðru sæti listans líkt og í síðustu viku og Everest í því þriðja. Miðasölutekjur af Everest er nú orðnar rúmar 82 milljónir króna frá frumsýningu og hafa um 62.400 miðar verið seldir á hana.