Hressar Vaskar konur á kirkjutröppum sem gengu á Jakobsveginum í fyrra.
Hressar Vaskar konur á kirkjutröppum sem gengu á Jakobsveginum í fyrra.
Margrét Jónsdóttir á og rekur ferðaskrifstofuna Mundo og hún hefur m.a. farið með fólk í göngu- og hjólaferðir um Jakobsveginn, frönsku leiðina til Santiago de Compostela á Spáni, svokallaða pílagrímsleið.

Margrét Jónsdóttir á og rekur ferðaskrifstofuna Mundo og hún hefur m.a. farið með fólk í göngu- og hjólaferðir um Jakobsveginn, frönsku leiðina til Santiago de Compostela á Spáni, svokallaða pílagrímsleið. Á næsta ári, 2016, verður boðið upp á nokkrar ferðir um þennan veg og í dag kl. 17.30 verður hún með kynningarfund á Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík, um ferð um Jakobsveginn sem farin verður á næsta ári og er sérstaklega fyrir konur sem eru 45 ára og eldri.

En ýmislegt fleira er í boði, fyrir þá sem langar að kynna sér listasögu og fá hraðnámskeið í málaralist, ætti nýjasta ævintýri Mundo að vera eitthvað til að skoða. Hrafnhildur Schram listfræðingur mun leiða námskeið í myndlistasögu Spánar í Madríd 24. til 28. febrúar 2016. Einnig verður skoðuð sýning á hinu merka safni Thyssen Bornemisza sem geymir fjölþjóðlegt listaverkasafn eða eitt stærsta einkasafn sem til er í heiminum. Hrafnhildur er Íslendingum að góðu kunn og talar reiprennandi spænsku auk þess að vera vel að sér í myndlistarsögu Spánar. Námskeiðið felst í því að farið er á nokkur söfn: Prado-safnið, þar sem þátttakendur kynnast myndlist Spánar frá miðöldum og fram á okkar daga. Meðal þeirra listamanna sem fjallað verður um eru: Velázquez, El Greco, Picasso og Goya. Einnig verður farið á Thyssen-Bornemisza og Reina Sofia-safnið en það geymir listaverk Spánar á 20. öld.

Nánar á mundo.is og með því að senda tölvupóst: margret@mundi.is