• Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Íslands sem tapaði fyrir Króötum, 2:0, í síðari leiknum í umspili um sæti á HM á þessum degi í Zagreb fyrir tveimur árum. • Gylfi Þór fæddist 9. september 1989.

Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Íslands sem tapaði fyrir Króötum, 2:0, í síðari leiknum í umspili um sæti á HM á þessum degi í Zagreb fyrir tveimur árum.

Gylfi Þór fæddist 9. september 1989. Hann lék í yngri flokkunum með FH og síðan Breiðabliki en fór ungur að árum til Reading. Þar lék hann fyrst með unglingaliðinu og síðan aðalliðinu. Hann lék sem lánsmaður með Shrewsbury, Crewe og Swansea, lék eitt tímabil með Hoffenheim og tvö með Tottenham áður en hann samdi við Swansea árið 2014. Hefur leikið 36 landsleiki og skorað í þeim 12 mörk. Var kjörinn íþróttamaður ársins árið 2013.