Endurtekið efni. N-NS Norður &spade;G62 &heart;D ⋄DG63 &klubs;ÁKD97 Vestur Austur &spade;87 &spade;K54 &heart;9875 &heart;KG43 ⋄K972 ⋄54 &klubs;432 &klubs;G1085 Suður &spade;ÁD1093 &heart;Á1062 ⋄Á108 &klubs;6 Suður spilar 6&spade;.

Endurtekið efni. N-NS

Norður
G62
D
DG63
ÁKD97

Vestur Austur
87 K54
9875 KG43
K972 54
432 G1085

Suður
ÁD1093
Á1062
Á108
6

Suður spilar 6.

Ekki er langt síðan vangaveltur voru um það í þessum þætti á hvorum láglitnum best væri að opna með fjóra tígla og fimm lauf – spil norðurs, til dæmis. Almennt er farsælt að opna í lengsta lit, en á hinn bóginn er næsta melding norðurs þung eftir laufopnun. Við hálitasvari er líklega skást að segja 2 næst, þó svo að 1G við hjarta og 2 við spaðasvari komi líka til álita. En allar eru þessar sagnir gallaðar, hver á sinn hátt.

„Sjáðu hvað það kemur vel út að opna á tígli,“ segir Sverrir Þórisson og dregur fram spil úr Íslandsmóti öldunga. Sverrir var í norður og vakti sumsé á fjórlitum. Vignir Hauksson sagði 1 á móti, Sverrir 2, Vignir 2 (geimkrafa) og Sverrir 3. Vignir sá nú fyrir sé einspil í hjarta og renndi sér í spaðaslemmu.

„Þetta er mun þyngra ef ég opna á laufi,“ segir Sverrir og það er alveg rétt athugað.