Holuhraun Eldgosið þar var stórt og um margt sérstakt.
Holuhraun Eldgosið þar var stórt og um margt sérstakt. — Morgunblaðið/RAX
GPS-mælingar sýna merki um þenslu á svæðinu kringum Bárðarbungu. Það bendir til kvikusöfnunar undir Bárðarbunguöskjunni. Þessi merki hafa orðið greinilegri nú á haustmánuðum, að því er segir í frétt frá Veðurstofu Íslands.

GPS-mælingar sýna merki um þenslu á svæðinu kringum Bárðarbungu. Það bendir til kvikusöfnunar undir Bárðarbunguöskjunni. Þessi merki hafa orðið greinilegri nú á haustmánuðum, að því er segir í frétt frá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga er vöktuð allan sólarhringinn á Veðurstofu Íslands og sjást nú engin augljós merki um yfirvofandi eldgos.

Algengt er að þenslumerki mælist í nánd við eldstöðvar eftir eldgos. Þannig hafa eldfjöllin Eyjafjallajökull, Grímsvötn og Hekla öll sýnt slíka hegðun. Samfara þenslunni hefur skjálftum í öskju Bárðarbungu af stærð 2,5-3,8 fjölgað en skjálftavirknin hefur að öðru leyti lítið breyst.

Náttúruváreftirlitshópur Veðurstofu Íslands kom saman til fundar í gær og ræddi um niðurstöður nýjustu mælinga við Bárðarbungu. Þá mun Vísindamannaráð Almannavarna hittist á næstunni og ræða um stöðu Bárðarbungu.

Sem kunnugt er hófst eldgos í Holuhrauni 31. ágúst 2014 og stóð það í hálft ár eða fram undir lok febrúar á þessu ári. gudni@mbl.is