1. desember 2015 | Í dag | 181 orð | 1 mynd

Hækkað og lækkað á körfuboltakvöldi

Ljósvakinn

Körfubolti Ferskleikinn er mikill en þarf að endast.
Körfubolti Ferskleikinn er mikill en þarf að endast.
Körfuboltakvöld heitir nýr þáttur á föstudagskvöldum á á Stöð 2 Sport, í opinni dagskrá. Þar er farið vel yfir leiki hverrar umferðar í úrvalsdeild karla í körfubolta.
Körfuboltakvöld heitir nýr þáttur á föstudagskvöldum á á Stöð 2 Sport, í opinni dagskrá. Þar er farið vel yfir leiki hverrar umferðar í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Kjartan Atli Kjartansson er umsjónarmaður þáttanna, sem eru í anda Messunnar í fótboltanum. Hann fær til liðs við sig mikla körfuboltaspekinga, þá Fannar Ólafsson, Jón Halldór Eðvaldsson, Hermann Hauksson og Kristin Friðriksson.

Það mega þættirnir eiga, að þeir eru skemmtilegir og bera með sér ferskan andblæ. Kjartan er líflegur í settinu og hið sama er að segja um þá spekinga.

Körfuboltinn á Íslandi er í sókn, eftir frábæra frammistöðu landsliðanna. Þáttur sem þessi er því kærkominn fyrir áhugamenn um þessa göfugu íþrótt. En menn mega ekki algjörlega missa sig í ferskleikanum og skemmtilegheitunum. Það getur orðið þreytandi til lengdar. Þeir ná vonandi að finna hið rétta jafnvægi á milli hressleika og faglegrar umfjöllunar. Nógu mikið vita þeir um körfubolta og hvern einasta leikmann.

Bara það að beita röddinni betur myndi hjálpa til og draga úr álagi á fjarstýringartækin. Eitt er víst, að drengirnir myndu fljúga inn í hvaða karlakór sem er.

Björn Jóhann Björnsson

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.