Eþíópía Miklir þurrkar hafa valdið mikilli neyð í landinu og aðstoðar er þörf.
Eþíópía Miklir þurrkar hafa valdið mikilli neyð í landinu og aðstoðar er þörf.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til að svara neyðarbeiðni Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna, Act Alliance, vegna langvarandi þurrka í Eþíópíu. Tíu milljónir manns, þar af nær sex milljónir barna, þurfa á aðstoð að halda.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til að svara neyðarbeiðni Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna, Act Alliance, vegna langvarandi þurrka í Eþíópíu. Tíu milljónir manns, þar af nær sex milljónir barna, þurfa á aðstoð að halda.

Þurrkarnir byrjuðu í mars á síðasta ári þegar ekki rigndi á venjubundnum vorregntíma. Ekki rigndi heldur í júlí og ágúst þannig að haustuppskera brást, dýr drápust úr þorsta og milljónir íbúa urðu þá þegar háðar matar- og drykkjaraðstoð. Stjórnvöld í Eþíópíu hafa brugðist við en útilokað er að þau ráði hjálparlaust við það neyðarástand sem nú blasir við, segir í frétt frá Hjálparstarfinu.

Söfnunarsími 907 2003 (2500 krónur). Söfnunarreikningur 0334-26-886, kt. 450670-0499