Listamenn Peter Tompkins, Guðrún Óskarsdóttir, Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Sigurður Halldórsson leika á tónleikum á morgun, sunnudag, kl. 15.15.
Listamenn Peter Tompkins, Guðrún Óskarsdóttir, Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Sigurður Halldórsson leika á tónleikum á morgun, sunnudag, kl. 15.15.
Tónar tvíblöðunga er yfirskrift tónleika í 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun kl. 15.15.

Tónar tvíblöðunga er yfirskrift tónleika í 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun kl. 15.15. „Tvíblöðungar er hvorki plöntu- eða skordýrategund eins og margir gætu haldið heldur samheiti yfir óbó- og fagottleikara sem leika á tvöföld reyrblöð. Það eru tvíblöðungar blásaraoktettsins Hnúkaþeys, þau Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir óbóleikarar og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari sem leika, ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara og Sigurði Halldórssyni sellóleikara, sjaldheyrð eyrnakonfekt frá barokktímanum,“ segir í tilkynningu.

Á efnisskrá eru tríósónötur eftir Tékkann Jan Dismas Zelenka og Ítalann Arcangelo Califano, ásamt tríósónötu eftir Johann Fredrich Fasch. „Enn í dag þykja þessi verk miklir fingurbrjótar og afar spennandi til flutnings. Að auki mun Sigurður Halldórsson sellóleikari leika einleiksverk; Ricercare eftir ítalska tónskáldið Domenico Gabrieli.“