Sigrún Ragna Ólafsdóttir
Sigrún Ragna Ólafsdóttir
Alls bárust tilboð fyrir tæplega 4,6 milljarða króna í lokuðu útboði VÍS á víkjandi skuldabréfum, sem lauk síðdegis á fimmtudag. Heildarvirði útgáfunnar var 2,5 milljarðar króna og var því 82% umframeftirspurn í útboðinu.

Alls bárust tilboð fyrir tæplega 4,6 milljarða króna í lokuðu útboði VÍS á víkjandi skuldabréfum, sem lauk síðdegis á fimmtudag. Heildarvirði útgáfunnar var 2,5 milljarðar króna og var því 82% umframeftirspurn í útboðinu.

Arctica Finance hafði fyrir útboðið skuldbundið sig gagnvart VÍS til kaupa á heildarvirði skuldabréfaútgáfunnar fyrir hönd fjárfesta, en auk þess yrði haldið lokað skuldabréfaútboð í þeim tilgangi að bjóða lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum og öðrum fagfjárfestum að fjárfesta í skuldabréfunum.

Niðurstaða útboðsins var sú að bindandi kauptilboðið í heildarvirði útgáfunnar var skorið niður um 68% en hlutur annarra fjárfesta skertur töluvert minna.

Útgáfa víkjandi skuldabréfa er liður í endurskipulagningu á fjármagnsskipan VÍS og mun hún tilheyra eiginfjárþætti 2 (e. Tier-2). Eins og fram kom í tengslum við ársuppgjör VÍS hyggst stjórn félagsins greiða hluthöfum 5 milljarða króna í arð fyrir síðasta ár og er áætlað að gjaldþolshlutfall félagsins verði 1,55 eftir arðgreiðslu og útgáfu víkjandi bréfa.

Skuldabréfin eru vaxtagreiðslubréf sem bera 5,25% fasta verðtryggða vexti. Þau eru til 30 ára en í bréfunum er uppgreiðsluheimild og þrepahækkun í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár. Markaðsviðskipti Arctica Finance höfðu umsjón með útboðinu.

sn@mbl.is