Rótarýfélagar um land allt standa að Rótarýdeginum í dag, laugardaginn 27. febrúar.
Rótarýfélagar um land allt standa að Rótarýdeginum í dag, laugardaginn 27. febrúar. Markmið dagsins er vekja athygli á fjölmenningu og þeim fjölmörgu verkefnum sem Rótarýhreyfingin stendur fyrir hér á landi og á alþjóðavettvangi og að kalla til liðs fleiri áhugasama einstaklinga sem vilja leggja hönd á plóg. Rótarýhreyfingin er meðal fremstu mannúðar- og friðarsamtaka í heimi. Á Rótarýdaginn leggja íslenskir Rótarýklúbbar áherslu á fjölmenningu í víðu samhengi og hafa þeir undirbúið dagskrá hver á sínum stað. Dagskrána má sjá á www.rotary.is.