Ljóðahópurinn Hási Kisi og gestur, eru með ljóðaupplestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í kvöld kl. 20. Hási Kisi er ljóðaklúbbur sem starfað hefur á Fljótsdalshéraði frá árinu 2008.
Ljóðahópurinn Hási Kisi og gestur, eru með ljóðaupplestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í kvöld kl. 20. Hási Kisi er ljóðaklúbbur sem starfað hefur á Fljótsdalshéraði frá árinu 2008. Meðlimir Hása Kisa eru Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson. Þau telja sig allt í senn aðdáendur, aðstoðarmenn og harða og miskunnarlausa gagnrýnendur ljóðsins. Sérstakur gestur á upplestrinum verður Urður Snædal.