Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Allt virðist benda til þess að landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson verði áfram hjá franska knattspyrnufélaginu Nantes.

Allt virðist benda til þess að landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson verði áfram hjá franska knattspyrnufélaginu Nantes. Nýr þjálfari liðsins, René Girard, hrósaði Kolbeini mjög á blaðamannafundi nýlega og Kolbeini sjálfum virðist líða betur í Frakklandi.

„Mín staða er sú að ég er hjá Nantes. Ég undirbý mig fyrir að spila með Nantes. Mér líka hugmyndir nýja þjálfarans og við ræddum saman þegar ég kom. Ég verð glaður áfram hérna. Ég einbeiti mér að Nantes og engu öðru,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi á dögunum.

René Girard er tekinn við af Michel Der Zakarian. Girard segir sjálfur að það væri kjánalegt að líta fram hjá Kolbeini vegna tímabilsins í fyrra þar sem hann skoraði aðeins 3 mörk í 26 leikjum í frönsku 1. deildinni.

„Hann lítur vel út. Hann er ferskur og vel fyrir kallaður,“ sagði Girard.