— Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Stórsveit Reykjavíkur kemur fram á tónleikum í Eldborg í kvöld klukkan 19. Á tónleikunum, sem verða um fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verður fjölbreytt dagskrá komandi vetrar kynnt í tónum og tali. Stjórnandi og kynnir verður Sigurður Flosason.

Stórsveit Reykjavíkur kemur fram á tónleikum í Eldborg í kvöld klukkan 19. Á tónleikunum, sem verða um fjörutíu og fimm mínútur að lengd, verður fjölbreytt dagskrá komandi vetrar kynnt í tónum og tali. Stjórnandi og kynnir verður Sigurður Flosason. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.

Stórsveit Reykjavíkur hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir djassplötu ársins undanfarin tvö ár og á nýafstaðinni Jazzhátíð Reykjavíkur hlutu tónleikar hljómsveitarinnar með bandaríska tónskáldinu og trommuleikaranum John Hollenbeck mikið lof, m.a fimm stjarna dóm frá djassgagnrýnanda Morgunblaðsins.