Tónlistarm aðurinn James McVinnie, sem hefur verið viðriðinn Bedroom Community, efnir til tónleika nú á lokahelgi Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju. Um er að ræða tvenna tónleika, í dag klukkan 12 og á morgun klukkan 17.
Tónlistarm aðurinn James McVinnie, sem hefur verið viðriðinn Bedroom Community, efnir til tónleika nú á lokahelgi Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju. Um er að ræða tvenna tónleika, í dag klukkan 12 og á morgun klukkan 17. McVinnie, sem er að sögn tónleikahaldara vel þekktur bæði sem einleikari og fyrir áhuga sinn á nýsköpun í tónlist, kemur til með að leika blöndu af tónlist frá endurreisnartímanum, Bach, Stravinskí, Vaughan Williams og nýtt verk sem Nico Muhli skrifaði fyrir hann. James McVinnie gegndi stöðu aðstoðarorganista við Westminster Abbey á árunum 2008 til 2011 þar sem hann stjórnaði meðal annars hinum heimsfræga kór kirkjunnar og tók þátt í tónlistarflutningi við brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar árið 2011.