Jón Gunnarsson alþingismaður sækist eftir stuðningi í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, en prófkjör fer fram 10. september. Jón hefur setið á Alþingi frá 2007 og er nú formaður atvinnuveganefndar þingsins.

Jón Gunnarsson alþingismaður sækist eftir stuðningi í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, en prófkjör fer fram 10. september.

Jón hefur setið á Alþingi frá 2007 og er nú formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segist í tilkynningu búa yfir fjölbreyttri reynslu úr atvinnulífinu, m.a. eftir að hafa lengi rekið eigin fyrirtæki, en einnig í félagsmálum í forystu björgunarsamtaka Íslendinga.