Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Í tilkynningu segir Sema Erla m.a.

Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga.

Í tilkynningu segir Sema Erla m.a. að helsta verkefnið framundan sé að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, byggja þurfi upp eitt samfélag fyrir alla þar sem grundvallar-lífsgæði almennings séu tryggð og grunnstoðirnar séu í lagi.