Helgi Hrafn Gunnarsson
Helgi Hrafn Gunnarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Píratar, sem almennt hafa ekki sérstaka skoðun á nokkru máli, hafa brugðist hart við áformum innanríkisráðherra um að efla tölvubrotadeild lögreglunnar.

Píratar, sem almennt hafa ekki sérstaka skoðun á nokkru máli, hafa brugðist hart við áformum innanríkisráðherra um að efla tölvubrotadeild lögreglunnar.

Ráðherranefnd um ólöglegt niðurhal hafði skilað niðurstöðu þar sem ýmsar tillögur um úrbætur komu fram, meðal annars um að breyta skipulagi á rannsókn og saksókn mála af þessu tagi og að sérstök netbrotadeild lögreglu yrði stofnuð.

Þetta hafði varla verið kynnt þegar píratinn, sem gegnir hlutverki fimmta hjóls í samstarfi vinstri meirihlutans í Reykjavík, var mættur í útvarpsviðtal til að andmæla hugmyndinni.

Halldór Auðar Svansson taldi ófært að fara að eyða kröftum í að eltast við þá sem standa fyrir ólöglegu niðurhali, nauðsynlegt væri að „forgangsraða“ með öðrum hætti.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður tók sama mál upp í störfum þingsins í gær og sagði það misskilning á „þróun samfélagsins“ að berjast gegn „ólöglegu niðurhali eða höfundarréttarbrotum, sérstaklega á netinu“.

Helgi segir að „sem betur fer“ virki það ekki að loka vefsíðum sem stuðla að ólöglegu niðurhali, svo sem deildu.net, og „þess vegna höldum við enn þá frelsinu“.

Ekki er ónýtt að bæði á þingi og í borgarstjórn séu menn sem verja „frelsi“ til sjórána á netinu.