„Mig vantar allt. Ég er eiginlega búin að nota allt gamla dótið úr 8. og 9. bekk,“ segir Karólína Jack, nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Hún var að kaupa skólagögn ásamt móður sinni Guðrúnu Jack.

„Mig vantar allt. Ég er eiginlega búin að nota allt gamla dótið úr 8. og 9. bekk,“ segir Karólína Jack, nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Hún var að kaupa skólagögn ásamt móður sinni Guðrúnu Jack. Innkaupalistinn var ekki útprentaður heldur var hann að finna í snjallsíma unglingsins.

„Ég reikna með að þetta verði í kringum 20 þúsund. Hún þarf meira núna og svo hefur eflaust eitthvað hækkað,“ segir Guðrún. Á síðast ári keypti Guðrún skólagögn fyrir um 15 þúsund krónur.

„Já. Það kæmi eflaust vel út, þá myndi maður sleppa því að fara í þennan leiðangur,“ svarar Guðrún og brosir spurð hvort hún sé hlynnt því að taka upp efnisgjald í grunnskólum.