Réttir Lömbin koma væn af fjalli.
Réttir Lömbin koma væn af fjalli.
Sumarslátrun hefst hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga næstkomandi mánudag. Þá verður slátrað 1.500 lömbum og stefnt að því að slátra rúmlega 7.000 fjár í sumarslátrun. Kjötið verður flutt ferskt til Bandaríkjanna til sölu í verslunum Whole Foods Market.

Sumarslátrun hefst hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga næstkomandi mánudag. Þá verður slátrað 1.500 lömbum og stefnt að því að slátra rúmlega 7.000 fjár í sumarslátrun. Kjötið verður flutt ferskt til Bandaríkjanna til sölu í verslunum Whole Foods Market.

Davíð Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SKVH, segir stefnt að því að auka slátrun og útflutning til Bandaríkjanna í haust. Viðskiptavinirnir séu ánægðir með afurðirnar. Bændur séu einnig að vakna til vitundar um að þessi markaður skipti ekki síður máli fyrir þá.

Davíð telur, eftir samtöl við bændur, að lömbin séu frekar væn vegna hagstæðrar tíðar í vor og sumar.

Sumarslátrun verður tvo daga hjá SS á Selfossi, 31. ágúst og 7. september.