Árbæjarsafn Margt fróðlegt og brosmildir leiðsögumenn segja fólki frá því sem fyrir augu ber.
Árbæjarsafn Margt fróðlegt og brosmildir leiðsögumenn segja fólki frá því sem fyrir augu ber. — Morgunblaðið/Þórður
Mikið verður umleikis á Árbæjarsafni á morgun, sunnudaginn 21. ágúst. Yfirskrift dagsins er Frá býli til borgar og er það við hæfi í tilefni af 230 ára afmæli Reykjavíkurborgar, segir í frétt frá Borgarsögusafni Reykjavíkur.

Mikið verður umleikis á Árbæjarsafni á morgun, sunnudaginn 21. ágúst. Yfirskrift dagsins er Frá býli til borgar og er það við hæfi í tilefni af 230 ára afmæli Reykjavíkurborgar, segir í frétt frá Borgarsögusafni Reykjavíkur.

„Hvergi er betra en á Árbæjarsafni að virða fyrir sér þær miklu breytingar sem hafa orðið í borginni á undanförnum öldum. Á sunnudaginn gefst gestum kostur á að kíkja í heimsókn til gullsmiðsins sem situr að störfum í Þingholtsstræti 9 og í prentsmiðjunni í Miðhúsi verður prentari að störfum. Í tilefni þess að það er nú sunnudagur verður boðið upp á lummur í Hábæ. Í Árbæ situr húsfreyjan og þeytir rokkinn og í haga má virða fyrir sér búsmala á beit,“ segir í frétt frá safninu.

sbs@mbl.is