Vel mun viðra á gesti Menningarnætur í Reykjavík sem er í dag. Hiti verður um 15 stig yfir miðjan daginn og milt í veðri.

Vel mun viðra á gesti Menningarnætur í Reykjavík sem er í dag. Hiti verður um 15 stig yfir miðjan daginn og milt í veðri. Þetta kemur sér vel fyrir gesti því flestar götur í og við miðborgina verða lokaðar fyrir bílaumferð, en í staðinn er fólk hvatt til þess að nota sér t.d. ferðir strætisvagna.

Að þessu sinni eru hátt í 300 viðburðir á dagskrá Menningarnætur sem hefst kl. 12:30 með formlegri setningu í Grjótaþorpinu. Þar verða ýmsir skemmtilegir atburðir en sýnu fleiri þó á Granda, en það svæði er í brennipunkti nú, á þessari stærstu bæjarhátíð landsins. 18