Söngur Ókeypis karíókí á Bazar í dag.
Söngur Ókeypis karíókí á Bazar í dag.
Haldið verður Karóþon á veitingastaðnum Bazaar í gamla JL húsinu á Menningarnótt þar sem gestum og gangandi verður boðið að prófa karíókí á staðnum sér að kostnaðarlausu á milli kl. 17 og 22.

Haldið verður Karóþon á veitingastaðnum Bazaar í gamla JL húsinu á Menningarnótt þar sem gestum og gangandi verður boðið að prófa karíókí á staðnum sér að kostnaðarlausu á milli kl. 17 og 22. Hljóðeinangrað herbergi er að finna í miðjum veitingastaðnum þar sem hefja má upp raust sína.

Steinunn Harðardóttir, DJ Flugvél og Geimskip, verður gestgjafi kvöldsins. Þá mun landsþekkt tónlistarfólk, t.d. Unnsteinn Manúel, Gunnar Ragnarsson og fleiri, koma og taka uppáhaldskaríókílagið sitt. Þetta kemur fram í tilkynningu.