[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Tyrklandi föstudaginn 6. október í undankeppni HM 2018. Tyrkir hafa nú staðfest hvar leikurinn fer fram, en hann verður á Eskisehir Yeni Stadyumu í Eskisehir.

*Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Tyrklandi föstudaginn 6. október í undankeppni HM 2018. Tyrkir hafa nú staðfest hvar leikurinn fer fram, en hann verður á Eskisehir Yeni Stadyumu í Eskisehir. Borgin er í norðvesturhluta landsins, en íbúar hennar eru um 800.000.

Völlurinn var opnaður seint í október á síðasta ári og því glænýr. Hann er heimavöllur Eskisehirspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann tekur 34.930 manns í sæti, en Tyrkland leikur einnig gegn Króatíu 5. september.

* Wayne Rooney , liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton og markahæsti landsliðsmaður Englands í knattspyrnu frá upphafi, tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika með enska landsliðinu. Rooney var skipaður landsliðsfyrirliði árið 2014 og á að baki 119 landsleiki og 53 mörk, en síðasta landsliðsmark hans kom gegn Íslandi í 2:1-tapi Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi síðasta sumar.