Tjörnes Pétur Finnbogason og Hörður Bjarkason skipa hljómsveitina.
Tjörnes Pétur Finnbogason og Hörður Bjarkason skipa hljómsveitina.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Íslendingar geta stigið trylltan dans nú í lok sumars við lagið Örlítið salsa sem hljómsveitin Tjörnes var að senda frá sér.

Sigurður Þorri Gunnarsson

siggi@mbl.is

Við erum búnir að vera að spila saman í þrjú ár eftir að hafa kynnst á baðherbergi í Taílandi árið 2013, segir Hörður Bjarkason. Hann ásamt félaga sínum, Pétri Finnbogasyni skipa hljómsveitina Tjörnes sem á dögunum sendi frá sér lagið Örlítið salsa. Hugmyndin að laginu kviknaði eftir góðan bíltúr um hverfið mitt, Árbæinn. Í kjölfarið hringdi ég í Hörð og spurði hann hvort ekki væri sniðugt að gera lag með örlitlu salsa og til varð þessi síðsumarsmellur, segir Pétur um tilurð lagsins. Drengirnir fengu til liðs við sig úrval hljóðfæraleikara, fóru í stúdíó og til varð þessi mikla gleðibomba sem lagið er.

Ekki bara tónlistarmenn

Strákarnir fást ekki bara við tónlist heldur hafa þeir einnig verið að taka að sér veislustjórn, pub quiz og alls kyns uppákomur. Það má því segja að þeir séu alhliða skemmtikraftar. Það er hægt að fylgjast með okkur á öllum helstu samfélagsmiðlum, á Facebook, undir nafninu tjornes á Snapchat og svo erum við með YouTube-rás, segir Hörður en strákarnir gerðu myndband við lagið sem finna má á YouTube og á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Við fengum svo góðan vin okkar okkar, Pétur Geir Magnússon til að leika í myndbandinu þar sem hann hefur liprar salsahreyfingar og er góður að mála. Við hvetjum fólk til að horfa á myndbandið því sjón er sögu ríkari segir Pétur.