Stjórnendum getur verið vandi á höndum þegar þeir velja kaffi í vélarnar á vinnustaðnum. Fólk hefur jú misjafnan kaffismekk og vill hafa kaffið miskröftugt. Hvað er til bragðs að taka?

Stjórnendum getur verið vandi á höndum þegar þeir velja kaffi í vélarnar á vinnustaðnum. Fólk hefur jú misjafnan kaffismekk og vill hafa kaffið miskröftugt. Hvað er til bragðs að taka?

Sólrún segir tilvalið að prófa nokkrar tegundir í byrjun og halda kosningu. „Við höfum líka þróað kaffitegund sérstaklega fyrir atvinnulífið, Mokkatár, og kemur vel út bæði uppáhellt og í baunavélum,“ segir Sólrún en Mokkatár hefur verið sniðið sérstaklega að óskum hins dæmigerða Íslendings. „Á stórum vinnustöðum þarf að velja kaffi sem meirihluti starfsmanna kann að meta. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig ættu stjórnendur t.d. að velja kaffi sem er meira brennt frekar en minna, enda vilja flestir Íslendingar hafa kaffið sitt þannig.“

Svo er ekkert sem segir að það þurfi að hafa sama kaffið í vélunum árið um kring. „Sumir vilja alltaf hafa það sama en aðrir breyta reglulega til og prófa nýjar tegundir. Við bjóðum líka upp á sumarkaffi og hátíðarkaffi, sem getur verið skemmtilegt til tilbreytingar.“