Ef bátur sekkur af því að hann er ofhlaðinn er ofhleðslan orsök slyssins . Þess vegna er öfugt að farið ef sagt er: „Orsök slyssins var rakin til ofhleðslu“ – en svipað er nokkuð algengt.
Ef bátur sekkur af því að hann er ofhlaðinn er ofhleðslan orsök slyssins . Þess vegna er öfugt að farið ef sagt er: „Orsök slyssins var rakin til ofhleðslu“ – en svipað er nokkuð algengt. Slysið var, þvert á móti, rakið til ofhleðslu -- hún var orsök slyssins. Maður rekur afleiðinguna til orsakarinnar .