Skólasetningu í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, hefur verið frestað um einn dag enn vegna veikinda.

Skólasetningu í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, hefur verið frestað um einn dag enn vegna veikinda.

Í pósti sem var sendur á foreldra skólabarna kemur fram að enn séu margir starfsmenn skólans veikir og því sé erfitt um vik að taka á móti nemendunum.

Skólasetningunni hafði áður verið frestað um tvo daga og átti hún að vera í dag en verður þess í stað á morgun.

Sótthreinsa þarf skólann til að fyrirbyggja mögulegt smit, þar sem enn hefur ekki verið staðfest hvað veldur veikindunum. Gripið var til þess ráðs í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sóttvarnalækni. ernayr@mbl.is