Flugstöð Farþegafjöldinn er á reiki.
Flugstöð Farþegafjöldinn er á reiki.
Að allir sem koma inn í landið í gegnum Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli séu skráðir ferðamenn, þótt viðkomandi dveljist einungis örfáa klukkutíma á Íslandi eða aðeins millilendi hér, skapar stóra skekkju í talningu ferðamanna sem til landsins koma.

Að allir sem koma inn í landið í gegnum Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli séu skráðir ferðamenn, þótt viðkomandi dveljist einungis örfáa klukkutíma á Íslandi eða aðeins millilendi hér, skapar stóra skekkju í talningu ferðamanna sem til landsins koma. Margt bendir til að í ár verði þeir oftaldir um 300 þúsund manns í það minnsta, segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún telur eðlilegt að þeir einir séu skráðir ferðamenn er dveljast á landinu yfir nótt á gististað, enda sé það almennt viðmið.

Skv. könnun Ferðamálastofu hefur þessi talning, hvað varðar ferðamenn til Íslands, verið ofmetin um 11% en auk þessa eru um 3% fólks sem komu til landsins á tímabilinu ekki ferðamenn heldur útlendingar sem búa á Íslandi eða starfa í landinu um lengri eða skemmri tíma.

„Ofmatið er því 14% að lágmarki. Isavia ohf. áætlar að fjöldi erlendra ferðamanna sem koma til landsins í ár nemi 2.240.688. Rætist sú spá miðað við fyrri mælingar er því ljóst að ferðamenn á þessu ári verða oftaldir um sem nemur 313.696 ferðamönnum í það minnsta. Eru það svipað margir erlendir ferðamenn og komu til landsins allt árið 2003, segir Helga Árnadóttir, sem bendir á að tölur þessar séu lykilgögn þegar kemur að stefnumörkun í ferðaþjónustunni, áætlanagerð, fjárfestingum og öðru. Að miklu skeiki sakir aðferða í tölum sem ákvarðanir byggjast á sé því mjög bagalegt fyrir alla sem hlut eiga að máli.