27. nóvember 1994 | Innlendar fréttir | 178 orð

Nýr ræðismaður Spánar

Nýr ræðismaður Spánar SIGURÐUR Gísli Pálmason hefur tekið við af Ingimundi Sigfússyni sem ræðismaður Spánar á Íslandi, en Ingimundur hefur verið ræðismaður Spánar í 11 ár og kveðst telja tíma til kominn að aðrir taki við.

Nýr ræðismaður Spánar

SIGURÐUR Gísli Pálmason hefur tekið við af Ingimundi Sigfússyni sem ræðismaður Spánar á Íslandi, en Ingimundur hefur verið ræðismaður Spánar í 11 ár og kveðst telja tíma til kominn að aðrir taki við.

Ingimundur sagði í samtali við Morgunblaðið að þau ár sem hann hefur verið ræðismaður Spánar á Íslandi hafi verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt tímabil. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki úr öllum þjóðfélagsgreinum og sinnt fjölbreytilegustu málum sem komið hafi upp í samskiptum Íslands og Spánar.

"Ég er bjartsýnn á að viðskipta- og menningartengslin dafni enn frekar á næstu árum, og ég óska Sigurði Gísla Pálmasyni alls hins besta," sagði Ingimundur.

Sigurður Gísli sagði að ræðismannsstarfið leggðist mjög vel í sig og hann hlakkaði til að takast á við það og kynnast nánar þeim menningarheimi sem Spánn byði upp á.

"Ég vonast til að geta gegnt þessu af sömu alúð og reisn og forveri minn í starfi," sagði Sigurður Gísli.

Morgunblaðið/Kristinn

SIGURÐUR Gísli Pálmason, t.v., nýr ræðismaður Spánar á Íslandi og Ingimundur Sigfússon fráfarandi ræðismaður.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.