Forysta Gamla slökkviliðsbílnum var ekið með kistu Gunnlaugs Búa Sveinssonar slökkviliðsmanns sem borinn var til grafar á Akureyri í gær.
Forysta Gamla slökkviliðsbílnum var ekið með kistu Gunnlaugs Búa Sveinssonar slökkviliðsmanns sem borinn var til grafar á Akureyri í gær. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Einn virðulegasti bíll héraðsins var á ferðinni á götum Akureyrar í gær. Elsta slökkvibíl Slökkviliðs Akureyrar var ekið með kistu Gunnlaugs Búa Sveinssonar slökkviliðsmanns frá Akureyrarkirkju, þaðan sem útför hans var gerð, að Kirkjugarði Akureyrar.

Einn virðulegasti bíll héraðsins var á ferðinni á götum Akureyrar í gær.

Elsta slökkvibíl Slökkviliðs Akureyrar var ekið með kistu Gunnlaugs Búa Sveinssonar slökkviliðsmanns frá Akureyrarkirkju, þaðan sem útför hans var gerð, að Kirkjugarði Akureyrar.

Gunnlaugur Búi fór ungur til starfa hjá Slökkviliði Akureyrar og þar var hans ævistarf.

Slökkvibíllinn er af gerðinni Ford F750 „Big Job“, árgerð 1953 og er merktur slökkviliðinu með stöfunum SA-1. Slökkviliðið fékk hann nýjan og á Akureyri var sett á hann slökkvidæla, vatnstankur og annar búnaður. Bíllinn var í fyrstu línu slökkviliðsins í nærri fimm áratugi, eða til ársins 1999.

Fordinn er kominn á „eftirlaun“ því eftir að hann var tekinn úr notkun var hann gerður upp og er til sýnis í slökkvistöðinni. Hann er stundum notaður til að flytja slökkviliðsmenn síðasta spölinn og á dögunum var hann í forystu bílalestar sem ók um Vaðlaheiðargöng við formlega opnun ganganna.