Byggingarverktakar smeykir við frjálsa markaðinn: Freista þess að selja opinberum aðilum íbúðirnar VIÐ erum heldur smeykir við frjálsa markaðinn. Það er mikil eftirspurn eftir íbúðum en fólk hefur enga peninga.

Byggingarverktakar smeykir við frjálsa markaðinn: Freista þess að selja opinberum aðilum íbúðirnar

VIÐ erum heldur smeykir við frjálsa markaðinn. Það er mikil eftirspurn eftir íbúðum en fólk hefur enga peninga. Sú mikla bindiskylda sem lögð er á herðar bankanna veldur því að ekki er lengur hægt að brúa bilið með skammtímalánum," sagði Hörður Tulunius framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Híbýla. Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri SS- Byggir tók í sama streng. Akureyringar virðast ekki endurheimta það fé sem þeir láta í húsnæðiskerfið. Hingað berast engin lánsloforð og þar af leiðandi er sáralítilhreyfing á markaðinum," sagði Sigurður. SS-byggir hefur 32 íbúðir í byggingu í Hjallalundi, en Híbýli leggja nú grunninn að blokk í Helgamagrastræti með 22 íbúðum.

Verktökunum ber saman um að mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Akureyri, en tregða í lánakerfinu setur fólki stólinn fyrir dyrnar. SS-byggir hefur vilyrði fyrir sölu 16 íbúða í blokkinni við Hjallalund, en aðeins hefur verið greitt inn á þrjár þeirra að sögn Sigurðar. Híbýli hefur seinkað framkvæmdum við blokkina í Helgamagrastræti. Stefnt er að því að byggja bílageymslu í grunni hússins í haust. Öðrum framkvæmdum verður frestað fram á næsta vor.

Sigurður kvaðst helst reiða sig áað selja íbúðirnar til verkamannabústaða. Það stæði þó allt í járnum.Við höfum bundið vonir við framkvæmdalánin sem verið hafa til athugunar síðan breytt kerfi húsnæðislána var tekið upp á síðasta ári. Akureyringar lentu sjálfkrafa aftast á lista yfir umsækjendur, því áður en fyrstu upplýsingarnar um nýja kerfið bárust til bæjarins voru 2500 umsóknir komnar inn í Reykjavík. Fram kvæmdalánin hafa sjálfsagt verið hugsuð sem sárabót fyrir landsbyggðina. Þau virðast á döfinni en enginn veit hversu lengi ákvörðun verður dregin," sagði Sigurður.

Viðræður eru hafnar við bæjaryfirvöld um það hvort hægt verði að koma okkar íbúðum inn í kerfið", með einum eða öðrum hætti," sagði Hörður. Hann kvað viðræðurnar á frumstigi, en eins og Morgunblaðið hefur greint frá sóttu bæjaryfirvöld um lán til byggingar kaupleiguíbúða fyrr í sumar. Bæjarstjórnin hefur ekki rætt hvernig fénu verður varið ef lánin fást.

Hörður líkti ástandinu nú við tímabilið frá 1982 til 1986 þegar dofi hefði færst yfir bæinn og framkvæmdir legið að mestu niðri. Eftirspurn bæri vott um áhuga Akureyringa og aðfluttra en húsnæðismálin hefðu verið drepin í dróma af lánakerfinu. Norðlendingar verða að hætta að berja hausnum við steininn og horfa aðgerðarlausir á meðan aðrir landshlutar hreppa varaflugvöll og önnur atvinnutækifæri. Við eigum að taka málin í eigin hendur og sækjast eftir stóriðju í Eyjafjörðinn. Blessaðir þingmennirnir okkar eiga að sýna í verki að þeir séu traustsins verðir og vinna þessum málum framgöngu," sagði Hörður.

Byggingarverktakar á Akureyri segja að mikil eftirspurn sé eftir íbúðum en tregða sé í lánakerfinu.