Aukið sjálfræði grunnskóla með nýrri aðalnámskrá Hver skóli setji sér eigin námskrá innan ramma aðalnámskrár LOKIÐ er endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla.

Aukið sjálfræði grunnskóla með nýrri aðalnámskrá Hver skóli setji sér eigin námskrá innan ramma aðalnámskrár

LOKIÐ er endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla. Menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, kynnti í gær hina nýju námskrá ásamt starfsmönnum ráðuneytisins. Aðalnámskrá in kemur í stað þeirra sem tóku gildi árið 1976 og 1977. Hún er að þessu sinni gefin út í einni bók í stað fjölda hefta eins og áður var. Hin nýja námskrá er í ýmsum veigamiklum atriðum frábrugðin fyrri námskrám, aðallega að því leyti að lögð er áhersla á sjálfræði hvers skólaum kennsluaðferðir og efnistök innan ramma aðalnámskrárinn ar. Í aðalnámskrá er tekið af skarið um markmið og inntak námsins en um leið gefinn kostur á auknum sveigjanleika í starfi hvers skóla.

Aðalnámskráin er sett samkvæmt ákvæði í lögum um grunnskóla frá árinu 1974. Samkvæmt lögunum á að endurskoða hana á 5 ára fresti. Á árunum 1981-1982 var ákveðið að láta aðalnámskrána gilda óbreytta um óákveðinn tíma. Upp frá því hefur verið unnið að endurskoðun námskrárinnar með nokkrum hléum. Námstjórar menntamálaráðuneytisins hafa unnið að endurskoðuninni og haft samráð og samvinnu við fjölmarga aðila, einkum starfandi kennara.

Í námskránni er mest áhersla lögð á að kynna og skýra markmið, kennslu og inntak einstakra námsgreina og viðfangsefna. Minni áhersla er lögð á kynningu sérstakra kennsluaðferða. Að baki liggur sú stefna að fela skólunum sem mest sjálfræði um þau efni. Gengið er út frá því sem vísu að kennarar þekki og hafi vald á fjölbreytilegum kennsluaðferðum og séu færir um að velja heppilegustu leiðirnar að þeim markmiðum sem námskráin setur. Að því er stefnt að skólarnir semji eigin námskrár. Slíkt skipulag felur í sér að starfsmenn hvers skóla skipuleggi starf og kennslu með markmið og inntak aðalnámskrár í huga og kynni það síðan fyrir nemendum og forráðamönnum þeirra. Menntamálaráðuneytið hefur í hyggju að aðstoða skólafólk við gerð slíkra námskráa.

Meðal annarra breytinga í aðalnámskrá má nefna breytingar á kennslu í samfélagsfræðum. Breytingar þessar eru í samræmi við álit endurskoðunarnefndar frá árinu 1987. Framvegis verður það á valdi hvers skóla hvort nám í samfélagsgreinum fer fram undir merkjum samfélagsfræði eða landafræði, sögu og félagsfræði. Mælt er með því að samfélagsfræði sé einkum kennd í neðri bekkjum grunnskóla, en skiptist í landafræði, sögu og félagsfræði í efstu bekkjunum.

Stefnt er að því að kynna aðal námskrána rækilega meðal kennara og skólastjóra í haust. Námskráin hefur verið send ýmsum stofnunum og samtökum á sviði skólamála til umsagnar. Gert er ráð fyrir að námskráin taki gildi í vetur eftir því sem hægt er, en að fullu haustið 1989.

Morgunblaðið/Þorkell

Ný aðalnámskrá grunnskóla var kynnt í gær. Talið frá vinstri: Birgir Ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri skólamáladeildar menntamálaráðuneytisins, Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður ráðherra, og Hrólfur Kjartansson, forstöðumaður skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins.