Framsóknarflokkurinn: Forystan ráðgast við menn úr atvinnulífi RÁÐHERRAR Framsóknarflokksins, auk þingmanna og annarra forystumanna flokksins, kölluðu nokkra menn úr atvinnulífinu og forstjóra Þjóðhagsstofnunar á fund sinn í gær.

Framsóknarflokkurinn: Forystan ráðgast við menn úr atvinnulífi

RÁÐHERRAR Framsóknarflokksins, auk þingmanna og annarra forystumanna flokksins, kölluðu nokkra menn úr atvinnulífinu og forstjóra Þjóðhagsstofnunar á fund sinn í gær. Að sögn Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra var fundurinn haldinn í framhaldi af þeirri ósk forsætisráðherra að stjórnarflokkarnir mótitillögur um aðgerðir til þess að treysta grundvöll undirstöðuatvinnuveg anna. "Þessi fundur var sérstakur að því leyti að aðrir en viðstjórnmálamennirnir höfðu orðið. Við þurfum að gera meira af því að hlusta eftir sjónarmiðum manna í atvinnulífinu," sagði Steingrímur eftir fundinn.

Þeir sem framsögu höfðu á fundinum voru Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss, Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávarútvegsdeildar SÍS og Árni Jóhannsson kaupfélagsstjóri. Fyrir þá var lögð sama spurningin: "Hvað telur þú nauðsynlegt til þess aðskapa framleiðsluatvinnugreinun um rekstrargrundvöll?" Að hverju erindi loknu voru leyfðar fyrirspurnir.

"Við höfum rætt þetta efni mikið síðustu mánuði og miðstjórnarfundur flokksins í apríl mótaðist mikið af umræðu um þessi mál," sagði Steingrímur. "Það kom fram í máli allra sem til máls tóku að þeir telja stöðu atvinnulífsins slæma. Virtist samdóma álit þeirra að grípa þyrfti til harðra aðgerða á næstu vikum. Eitt frystihús hefur þegar stöðvast og ég óttast að fleiri kunni að fylgja í kjölfarið.

Hér var ekki verið að draga neinn fyrir dómstól, hvorki ríkisstjórnina eða aðra. Okkur kom saman um ýmislegt og það verður einmitt verkefni fundar sem við höfum boðað til næstkomandi mánudag með mönnum innan flokksins að vinna úr þeim tillögum sem fram komu."