Eiríkur Benedikz látinn Eiríkur Benedikz, fyrrum sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London lést í heimabæ sínum, Oxford í Bretlandi, sl. mánudag. Eiríkur varð 81 árs í febrúar og lætur eftir sig konu og fimm syni.

Eiríkur Benedikz látinn Eiríkur Benedikz, fyrrum sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London lést í heimabæ sínum, Oxford í Bretlandi, sl. mánudag. Eiríkur varð 81 árs í febrúar og lætur eftir sig konu og fimm syni.

Eiríkur var borinn og barnfæddur í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hansína Eiríksdóttir og dr. phil. Benedikt S. Þórarinsson kaupmaður á Laugavegi, þar sem nú er Vegamótaútibú Landsbankans.

Eiríkur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1925, fór síðan til framahaldsnáms, fyrst í Danmörku en nam síðan ensku í Cambridge og Leeds í Englandi. Eftir heimkomu árið 1931 var hann um árabil kennari við framhaldsskóla í Reykjavík og annaðist enskukennslu Ríkisútvarpsins. Hann var breskur prókonsúll um nokkurra ára skeið, árið 1942 varð hann starfsmaður utanríkisráðuneytisins og síðan sendiráðsritari við nýstofnað sendiráð Íslands í London. Síðar á starfsferli sínum varð hann sendiráðunautur og um skeið var hann lektor við University College í London. Allt frá því hann gerðist sendiráðsritari var Eiríkur í Bretlandi.

Kona Eiríks, Margareth Simcock lifir mann sinn. Þau eignuðust fimm syni og eru tveir þeirra búsettir hér á landi, John Benedikz læknir og Þórarinn skógfræðingur. Úti í Bretlandi eru þeir Benedikt Sigurður bókavörður við háskólabókasafnið í Birmingham, Pétur William jarð ræktarfræðingur og Leifur stærðfræðingur. Þess má geta að Margareth talar íslensku reiprennandi og var kennari í Reykjavík um skeið.

Eiríkur Benedikz