Sumarráðstefna SÍNE: Löggiltum endurskoðanda falið að yfirfara bókhaldið SAMTÖK íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, efndu til sumar ráðstefnu sinnar síðastliðinn laugardag.

Sumarráðstefna SÍNE: Löggiltum endurskoðanda falið að yfirfara bókhaldið

SAMTÖK íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, efndu til sumar ráðstefnu sinnar síðastliðinn laugardag. Þar var samþykkt að fela löggiltum endurskoðanda að fara yfir bókhald samtakanna, en varaformaður SÍNE hefur opinberlega vænt formann þeirra um fjárdrátt og skjalafölsun. Fundurinn hvatti nýkjörna stjórn til að snúa sér að almennum hagsmunamálum stúdenta og harmaði þær persónulegu deilur sem uppi hafa verið í stjórn SÍNE í vetur. Sumarráðstefnuna sátu um fimmtíu manns.

Kosningar voru til stjórnar SÍNE í vor gegn venju, eftir að fleiri höfðu boðið sig fram en sitja í stjórninni. Ritdeilur spunnust vegna þess að fimm frambjóðendur sendu frá sér sameiginlegt kynningarbréf. Á sum arráðstefnunni var gerð athugasemd við þau ummæli í skýrslu stjórnar um starfið í vetur að fimmmenningarnir hefðu verið nátegndir Samtökum ungra sjálfstæðismanna. Jónas Egilsson, annar tveggja úr hópnum sem náði kjöri, bar fram tillögu umað þessi klausa yrði máð úr skýrslunni en hún var felld með 23 atkvæðum gegn 10.

Fundarmenn ályktuðu einnig um nauðsyn þess að endurskoða útreikninga á framfærslukostnaði í ýmsum löndum þar sem Íslendingar eru viðnám. Gagnrýndu þeir stjórnvöld fyrir skerðingu námslána á undanförnum árum. Nýkjörinni stjórn var falið að þrýsta á Flugleiðir um lægri fargjöld fyrir stúdenta.

Á fundinum fóru fram stjórnarskipti. Jón Ólafsson tekur við formennsku samtakanna, Sigurður Jóhannesson er fulltrúi SÍNE í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Jónas Egilsson gjaldkeri og Hólmfríður Garðarsdóttir starfsmaður á skrifstofu.