Botswana: Sprenging í forsetaþotu Gaborone, Botswana. Reuter. QUETT Masire, forseti Afríkuríkisins Botswana, slasaðist lítillega aðfaranótt mánudags er sprenging varð í þotu hans sem var á leið til Angólu.

Botswana: Sprenging í forsetaþotu Gaborone, Botswana. Reuter.

QUETT Masire, forseti Afríkuríkisins Botswana, slasaðist lítillega aðfaranótt mánudags er sprenging varð í þotu hans sem var á leið til Angólu.

Sprengingin svipti hreyfli af hægri væng þotunnar og slasaðist Masire og annar maður af brotum sem þeyttust inn í farþegarýmið gegnum þotubúkinn.

Í skýrslu Botswanastjórnar var ekkert sagt um orsakir sprengingarinnar en sagt að þotan hefði verið á flugleið sem angólsk yfirvöld gáfu henni upp.