10. júní 1995 | Fólk í fréttum | 106 orð

Heimur Guðríðar

Á mánudaginn var leikverkið "Heimur Guðríðar: Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms" frumsýnt í Hallgrímskirkju. Höfundur þess og leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir. Með leikverkinu leitast hún við að veita innsýn í heim Guðríðar Símonardóttur og leiða í ljós áhrif hennar á skáldið Hallgrím Pétursson.
Heimur Guðríðar

Á mánudaginn var leikverkið "Heimur Guðríðar: Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms" frumsýnt í Hallgrímskirkju. Höfundur þess og leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir.

Með leikverkinu leitast hún við að veita innsýn í heim Guðríðar Símonardóttur og leiða í ljós áhrif hennar á skáldið Hallgrím Pétursson.

Guðríði eldri leikur Helga Bachmann, Guðríði yngri Helga Elínborg Jónsdóttir og Hallgrím leikur Þröstur Leó Gunnarsson. Tónlist samdi Hörður Áskelsson og leikmynd og búninga hannaði Elín Edda Árnadóttir.

Eftir sýninguna stóð Kvenfélag Hallgrímskirkju fyrir kaffisölu. Runnu þær veigar ljúflega niður kverkar kirkjugesta.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson

HÖRÐUR Áskelsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Sveinn Einarsson, Þóra Kristjánsdóttir, Leifur Breiðfjörð.

BERTHA Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, Jón Guðbrandsson.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.