MORGUNBLAÐINUR hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni, fyrrverandi borgarstjóra: "Í frétt Morgunblaðsins í gær um kostnað vegna utanlandsferða hjá núverandi borgarstjóra í Reykjavík, maka hennar og aðstoðarmanni, er tekið fram að kostnaður vegna ferðalaga minna þann hluta ársins 1994 sem ég gegndi borgarstjóraembætti hafi verið 142 þús. krónur. Þetta er rangt.
Athugasemd

um ferðakostnað

borgarstjóra

MORGUNBLAÐINUR hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni, fyrrverandi borgarstjóra:

"Í frétt Morgunblaðsins í gær um kostnað vegna utanlandsferða hjá núverandi borgarstjóra í Reykjavík, maka hennar og aðstoðarmanni, er tekið fram að kostnaður vegna ferðalaga minna þann hluta ársins 1994 sem ég gegndi borgarstjóraembætti hafi verið 142 þús. krónur. Þetta er rangt.

Þessi ferðakostnaður er vegna fundar sem ég sótti tveimur mánuðum eftir að ég lét af störfum sem borgarstjóri og er því borgarstjóraferli mínum óviðkomandi. Því er rétt að strika hann út úr þeim samanburði sem gerður var í fréttinni.

Um er að ræða ferðakostnað vegna fundar í stjórn Hässelby- stofnunarinnar í Stokkhólmi, hinnar sameiginlegu menningarmiðstöðvar höfuðborgar Norðurlandanna. Ég átti sæti í þeirri stjórn ásamt öðrum fulltrúa Reykjavíkurborgar fram í júní 1994."