Ferðafélags Íslands 1995 heitir "Á Hekluslóðum" og er höfundurinn Árni Hjartarson jarðfræðingur. Hér er gripið niður í kafla um Heklugos fyrr á öldum, sem voru mörg og það lengsta, gosið 1764, stóð í tvö ár og mánuði betur. Gosið 1510 var svo stórkostlegt að í Skálholti rotaðist maður af steini úr gosinu og "svo voru brestir og dynkir skelfilegir, að mörgum doðnaði heyrnin, sem úti voru...

efni 21. oktÁrbók Ferðafélags Íslands 1995 heitir "Á Hekluslóðum" og er höfundurinn Árni Hjartarson jarðfræðingur. Hér er gripið niður í kafla um Heklugos fyrr á öldum, sem voru mörg og það lengsta, gosið 1764, stóð í tvö ár og mánuði betur. Gosið 1510 var svo stórkostlegt að í Skálholti rotaðist maður af steini úr gosinu og "svo voru brestir og dynkir skelfilegir, að mörgum doðnaði heyrnin, sem úti voru..." Árbókin er prýdd fjölda fallegra litmynda.Kjarval Írakonungur var með afbrigðum kynsæll maður og hitt er ekki síður merkilegt, að Helgi magri var dóttursonur hans, á Gnúpum í Ölfusi bjó Kormlöð dóttir Kjarvals og hin þriðja, Friðgerður Kjarvalsdóttir, bjó á Höfða á Höfðaströnd og átti 19 börn. Hermann Pálsson veltir því fyrir sér hvort Íslendingar séu komnir af Kjarval Írakonungi.Landið hefur verið að eyðast og fjúka á haf út. Eitt hrikalegasta landeyðingarsvæði landsins hefur verið Haukadalsheiði ofan við byggð í Biskupstungum. Um 1963 hófst þar skipuleg og árleg landgræðsla jafnframt því að heiðin var girt. Blaðamaður Lesbókar var þar á ferð í sumar og leit á þann ótrúlega árangur sem orðinn er, ekki sízt á fáeinum undanförnum árum.