OPNUÐ hefur verið blómaskreytingaverslun, Skógarlist, á Vatnsstíg 4. Eigandi er Heba Hauksdóttir. Lögð er áhersla á skreytingar sem unnar eru úr íslenskum efnum úr náttúrunni, s.s. skógarkransar, skógarvendir o.fl. Skógarlist selur vörur frá íslenskum verslunum, s.s. Randalín á Egilsstöðum, Listiðjunni Eik og Tómstundaiðjunni Egilsstöðum sem m.a. framleiðir handunnin gjafakort.
Ný blóma-

skreytinga-

verslun

OPNUÐ hefur verið blómaskreytingaverslun, Skógarlist, á Vatnsstíg 4. Eigandi er Heba Hauksdóttir.

Lögð er áhersla á skreytingar sem unnar eru úr íslenskum efnum úr náttúrunni, s.s. skógarkransar, skógarvendir o.fl. Skógarlist selur vörur frá íslenskum verslunum, s.s. Randalín á Egilsstöðum, Listiðjunni Eik og Tómstundaiðjunni Egilsstöðum sem m.a. framleiðir handunnin gjafakort.

Á næstunni verður boðið upp á námskeið í skreytingagerð, s.s. aðventukransagerð, jólaföndur o.fl. og verða leiðbeinendur fagmenn í blómaskreytingum.

Verslunin er opin frá kl. 10­12 og 13­18 á virkum dögum og kl. 10­14 á laugardögum.Morgunblaðið/Sverrir HEBA Hauksdóttir, eigandi Skógarlistar, í versluninni.