TUNDUM efast Víkverji um að sum fyrirtæki átti sig á þeirri staðreynd, að notkun á íslenzku máli í auglýsingum skiptir miklu máli fyrir ímynd fyrirtækisins. Klúðurslegt orðalag og málvillur geta aldrei verið til þess fallnar að skapa traust hjá viðskiptavininum. Sama á auðvitað við þegar útlenzku er slett að óþörfu.
TUNDUM efast Víkverji um að sum fyrirtæki átti sig á þeirri staðreynd, að notkun á íslenzku máli í auglýsingum skiptir miklu máli fyrir ímynd fyrirtækisins. Klúðurslegt orðalag og málvillur geta aldrei verið til þess fallnar að skapa traust hjá viðskiptavininum. Sama á auðvitað við þegar útlenzku er slett að óþörfu. Nýlega sá Víkverji einhverja tízkuverzlun til dæmis auglýsa "amber skartgripi" frá Póllandi. Er ekki bara átt við skartgripi úr rafi, sem Pólverjar smíða mikið af? Raf heitir amber á ensku, en það er lítil vinna að fletta upp í orðabók og nota rétta íslenzka orðið.

Á GLYMUR stöðugt í útvarp inu auglýsing frá bílasölum við Miklatorg, sem klykkja út með "keyptu betri bíl". Nú á Víkverji ekki von á að fólk "keypi" bíla hjá bílasölum við Miklatorg, og gjarnan mættu þeir breyta auglýsingunni þannig að fólk væri hvatt til að kaupa (kauptu er boðhátturinn) betri bíla. Þessi hvimleiða og alltof algenga villa var raunar líka í dæmalausum leirburði, sem Bílasala Guðfinns notaði lengi vel sem sunginn auglýsingatexta, en er ekki skárri fyrir vikið.

ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Guðbjörgu Gunnarsdóttur, upplýsinga- og blaðafulltrúa Pósts og síma, vegna skrifa hans um svarþjónustu símans fyrir hálfum mánuði. Guðbjörg skrifar: "Það er misskilningur hjá Víkverja að ekki sé svarað eftir röð þeirra sem hringja inn í upplýsinganúmerin 114 og 118. Í 118 (áður 03) hefur þetta fyrirkomulag tíðkazt um liðlega eins árs skeið. Fjörutíu innhringilínur eru í 118 en 29 starfsmenn svara þar á tímabilinu 9-18 virka daga, sem þýðir að þegar álag er mikið eru 28 viðskiptavinir afgreiddir strax en 12 þurfa að hafa biðlund í um 10-20 sekúndur unz þeir fá samband. Annað slagið koma hins vegar álagstoppar þannig að 40 línur duga ekki og þá fær viðskiptavinurinn strax á tali þegar hringt er. Við þessa álagstoppa verður seint hægt að ráða, þannig að aldrei þurfi neinn að bíða eftir svari. Slíkt álag varir þó yfirleitt skamman tíma. Það fyrirkomulag sem Víkverji virðist vera að tala um, þ.e.a.s. að sá viðskiptavinur sem ekki kemst strax í samband við afgreiðslumanneskju sé í millitíðinni tengdur við tal- eða tónvél, var vissulega skoðað á sínum tíma. Niðurstaðan úr þeirri athugun var sú að ótækt þótti að láta viðskiptavininn borga fyrir biðtímann, en öðruvísi er þetta ekki framkvæmanlegt."

ÍKVERJI þakkar Guðbjörgu bréfið og viðurkennir að í þetta sinn hefur Póstur og sími nokkuð til síns máls. Hins vegar mætti bera meira á þeim hugsunarhætti hjá fyrirtækinu, að láta viðskiptavininn hafa forgang og að láta hann ekki borga að óþörfu!