BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að veita styrk vegna hátíðarfundar sem fyrirhugað er að efna til á Akureyri næstkomandi þriðjudag í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975. Ráðinu barst erindi þar sem sótt var um styrk úr bæjarsjóði vegna fundarins en getur ekki orðið við því.
Bæjarráð Enginn styrkur vegna há-

tíðarfundar

BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að veita styrk vegna hátíðarfundar sem fyrirhugað er að efna til á Akureyri næstkomandi þriðjudag í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975. Ráðinu barst erindi þar sem sótt var um styrk úr bæjarsjóði vegna fundarins en getur ekki orðið við því. Tekið er fram í bókun bæjarráðs að jafnréttisnefnd sé heimilt að ráðstafa fé af fjárveitingu til jafnréttismála til greiðslu kostnaðar við hátíðarfundinn.