SÖNGVARINN Suggs stökk fyrst til frægðar sem söngvari gleðisveitarinnar Madness. Nú hefur hann hafið einherjaferil og gaf út smáskífu með gamla Bítlalaginu "I'm Only Sleeping" fyrir skemmstu. Reyndar er deilt um ágæti meðferðar hans á því lagi, en það komst í sjöunda sæti breska vinsældalistans. Síðastliðinn mánudag gaf Suggs út breiðskífuna "The Lone Ranger".
Suggs hefur ein-

herjaferil

SÖNGVARINN Suggs stökk fyrst til frægðar sem söngvari gleðisveitarinnar Madness. Nú hefur hann hafið einherjaferil og gaf út smáskífu með gamla Bítlalaginu "I'm Only Sleeping" fyrir skemmstu. Reyndar er deilt um ágæti meðferðar hans á því lagi, en það komst í sjöunda sæti breska vinsældalistans. Síðastliðinn mánudag gaf Suggs út breiðskífuna "The Lone Ranger". Tónlistin á henni þykir öðrum þræði minna á Madness, en reggí-áhrifin eru talin greinileg.