FYRSTU 6 mánuði þessa árs fluttum við Íslendingar út 5 tonn af háf til Bretlands að verðmæti um 500.000 tonn. Það er aðeins þriðjungur þess, sem við seldum Bretum á sama tíma í fyrra, en þá fóru 14 tonn utan að verðmæti 3,6 milljónir króna. Þessi innflutningur Breta á háfi héðan er aðeins brotabrot af heildinn, því um mitt þetta ár höfðu þeir flutt inn 1.
Lítið af háf til Bretlands

FYRSTU 6 mánuði þessa árs fluttum við Íslendingar út 5 tonn af háf til Bretlands að verðmæti um 500.000 tonn. Það er aðeins þriðjungur þess, sem við seldum Bretum á sama tíma í fyrra, en þá fóru 14 tonn utan að verðmæti 3,6 milljónir króna.

Þessi innflutningur Breta á háfi héðan er aðeins brotabrot af heildinn, því um mitt þetta ár höfðu þeir flutt inn 1.390 tonn að verðmæti um 200 milljónir króna.

Helminginn af háfnum kaupa Bretar frá Bandaríkjunum eða um 770 tonn fyrir um 120 milljónir króna. Nær engar veiðar á háfi eru stundaðar hér við land, en um mitt þetta ár, höfðu Færeyingar selt Bretum háf fyrir samtals 15,2 milljónir króna. Auk þessa kaupa Bretar háf frá Írum og Kanada auk fleiri ónafngreindra þjóða.