GUÐBJÖRN Ólafsson hefur verið ráðinn til sérstakra stjórnsýslustarfa og til annarra starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðbjörn er 52 ára. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1962 og vann eftir það ýmis skrifstofustörf fram til ársins 1969 er hann tók við starfi bæjarritara í Hafnarfirði og gegndi því starfi til ársins 1984.
Hafnarfjarðarbær Ráðinn til sérstakra stjórnsýslustarfa

GUÐBJÖRN Ólafsson hefur verið ráðinn til sérstakra stjórnsýslustarfa og til annarra starfa hjá Hafnarfjarðarbæ.

Guðbjörn er 52 ára. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1962 og vann eftir það ýmis skrifstofustörf fram til ársins 1969 er hann tók við starfi bæjarritara í Hafnarfirði og gegndi því starfi til ársins 1984. Það ár tók hann við starfi fjármálastjóra Hagvirkis hf. til ársins 1988 er hann tók við starfi skrifstofustjóra Slysavarnafélags Íslands. Því starfi gegndi hann fram á mitt þetta ár.

Kunnur starfinu

Guðbjörn sagði að starfið legðist vel í sig. Hann væri nokkuð kunnugur þessu starfi þó eitthvað kunni að hafa breyst í tímans rás. "Ég er varla kominn til starfsins ennþá," sagði hann. "Ég mun vinna að skipulagsmálum á næstunni en það á eftir að afmarka starfssviðið nákvæmlega. Ég mun annast ritarastarf fyrir bæjarstjórn og bæjarráð, starfsmannamál, fjármál og skoða nýtt skipurit fyrir bæinn."