MÁNUDAGINN 23. október munu Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari koma fram í Listaklúbbi Leikhúskjallarans og flytja dagskrá sem þau hafa kosið að kalla Söngferðalag. Þau munu koma víða við og flytja þjóðlög í búningi ýmissa tónskálda, m.a. úr safni Engel Lund og Ferdinands Rauter og lög í útsetningum eftir Britten, Grainger og Ravel.
Söngferðalag í Listaklúbbi

MÁNUDAGINN 23. október munu Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari koma fram í Listaklúbbi Leikhúskjallarans og flytja dagskrá sem þau hafa kosið að kalla Söngferðalag. Þau munu koma víða við og flytja þjóðlög í búningi ýmissa tónskálda, m.a. úr safni Engel Lund og Ferdinands Rauter og lög í útsetningum eftir Britten, Grainger og Ravel. Á seinni hluta efnisskrárinnar eru ítalskar antíkaríur ásamt barokk-aríu eftir Atla Heimi Sveinsson.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Morgunblaðið/Árni Sæberg Örn og Marta.