ÁLVERÐ lækkaði skyndilega um 60 dollara tonnið í London í gær og hefur ekki verið eins lágt í eitt ár. Verð á öðrum málmum lækkaði um leið, en álverðslækkunin vakti mesta athygli og fátt annað bar til tíðinda á málmmarkaði í lok vikunnar.
Lægsta verð á áli í eitt ár

London. Reuter.

ÁLVERÐ lækkaði skyndilega um 60 dollara tonnið í London í gær og hefur ekki verið eins lágt í eitt ár.

Verð á öðrum málmum lækkaði um leið, en álverðslækkunin vakti mesta athygli og fátt annað bar til tíðinda á málmmarkaði í lok vikunnar.

Um morguninn voru nægar álbirgðir í London, en meiri athygli vakti að samkvæmt upplýsingum alþjóðaálstofnunarinnar (IPAI) hafði heinsframleiðslan aukizt minna í september en áður.

Margir höfðu áhuga á að kaupa, en staðan breyttist óvænt síðdegis þegar mikil sala leiddi til að verðið hrapaði í 1640 dollara tonnið á skömmum tíma. Þó er sagt að þessi hreyfing hafi líklega lítið að segja.

Aðrir málmar höfðu staðið vel að vígi um morguninn eins og álið, en verð á þeim lækkaði um leið og álverðið hrapaði. Kopar lækkaði um 32 dollara tonnið, zink um 15 dollara og nikkel um 200 dollara tonnið

Í Chicago vaknaði nýr áhugi á hveiti og desemberverð komst 5,.11 dollara.

Staða kakó er ótraust vegna óvissu í sambandi við kosningar á Fílabeinsströndinni.