Hann átti ekki samleið með öðrum, hans áform skildi ekki neinn. Margt fór í gegnum huga hans, helst þegar 'ann var einn. Þá dreymdi hann stóra drauma, og dásamleg ævintýr. Hann reisti bæi og borgir þar, sem blærinn var mildur oghlýr.
VALDIMAR LÁRUSSON

Einfari

Hann átti ekki samleið með öðrum,

hans áform skildi ekki neinn.

Margt fór í gegnum huga hans,

helst þegar 'ann var einn.

Þá dreymdi hann stóra drauma,

og dásamleg ævintýr.

Hann reisti bæi og borgir

þar, sem blærinn var mildur og hlýr.

Hann átti ekki samleið með öðrum,

hans ætlun var mikil og stór!

Hann gat ekki unað við glaum og ys, þá gerðist hann þreyttur og sljór.

Því flýði hann upp til fjalla,

og fann á öræfaslóð

allan þann frið og alla þá gleði,

sem er og verður svo góð!Hann byggði sér kofa, undir bjargi, þar bjó hann og undi sér vel,

og átti að vinum álfa og tröll,

jafnvel örfoka hraunhól og mel!

Hann átti ekki samleið með öðrum,

þessi einræni förusveinn.

Á öræfaleiðum fann hann þann frið, sem hann fangaði hljóður og einn.Einveran var hans ástmey,

sem hann elskaði og þráði heitt.

Öllu hans starfi, allri hans þrá

gat ekkert í heiminum breytt.

Hann málaði þarna myndir,

sem minntu á land hans og þjóð.

Líkt eins og skáld, sem ætlar að yrkja þar öll sín fegurstu ljóð.

Höfundurinn er leikari og býr í Kópavogi.