KVIKMYNDAÚTGÁFAN á söngleiknum Evítu fer mjög í skapið á Argentínumönnum, enda eru þeir þekktir fyrir að vera skapheitir. Söngleikurinn fjallar um eiginkonu argentínska einvaldsins Juans Perons og samkvæmt honum er hún spilltur tækifærissinni sem náði langt með því að sofa hjá valdamiklum mönnum.
Madonna illa

liðin hjá Argent-

ínumönnum

KVIKMYNDAÚTGÁFAN á söngleiknum Evítu fer mjög í skapið á Argentínumönnum, enda eru þeir þekktir fyrir að vera skapheitir. Söngleikurinn fjallar um eiginkonu argentínska einvaldsins Juans Perons og samkvæmt honum er hún spilltur tækifærissinni sem náði langt með því að sofa hjá valdamiklum mönnum. Leikritið, sem hlaut fjölmörg verðlaun þegar það var sýnt á Broadway, var bannað í Buenos Aires.

Dropinn sem fyllt hefur mælinn er að söngkonan Madonna skuli leika Evítu í myndinni. Forseti Argentínu, Carlos Menem, fer ekki dult með óánægju sína. "Algjör hneisa," segir hann. Antonio Quarraccino, erkibiskup Buenos Aires, segir að Madonna sé "klámfengin ... [þetta sé] móðgun við argentínskar konur". Talsmaður sendiráðs Argentínu í Bandaríkjunum er sama sinnis. "Evíta var stjórnmálaleiðtogi. Hún var mannvinur. Madonna er of léttúðug, of léttúðug fyrir þjóð okkar."

Talsmaður Madonnu er á öðru máli. Hann heldur því fram að meiri hluta argentínsku þjóðarinnar sé nokk sama. "Ég var á tónleikum með Madonnu í Argentínu fyrir stuttu og áhorfendur voru 65.000 talsins. Þegar hún söng lagið "Don't Cry For Me Argentina" (sem er að finna í söngleiknum) urðu áhorfendurnir vitlausir. Þeir dáðust að henni."

Ekki er talið líklegt að Madonna hætti við að leika í myndinni, þar sem hún hefur barist fyrir að fá hlutverkið í sjö ár. Tökur hefjast í janúar í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

MADONNA er ekki nógu siðsöm fyrir Argentínumenn.